Sturtuskafa
Ekki tókst að sækja upplýsingar um afhendingu
STURTUSKAFA
Einföld hönnun sem heldur glerinu hreinu
Sturtuskafan frá NICHBA er úr ryðfríu stáli með mjúkri sílikonbrún sem tryggir jafna og rispulausa notkun. Hún fjarlægir vatn af gleri, flísum og speglum og hjálpar þannig til við að koma í veg fyrir raka og óhreinindi í baðherberginu. Með daglegri notkun verður þrifin auðveldari og rýmið ferskara.
Skafan kemur með vegghaldara svo hún sé alltaf við höndina. Einföld og stílhrein hönnunin fellur vel að öðrum baðherbergisvörum frá NICHBA og gerir hana að smekklegum og gagnlegum fylgihlut í sturtunni.
Hreint gler eftir hverja sturtu


