Skil & Endurgreiðsla
Skil & endurgreiðslur
Við viljum að þú sért fullkomlega ánægð/ur með kaupin þín. Þú hefur 14 daga til að falla frá kaupum samkvæmt lögum nr. 16/2016, að því tilskildu að varan sé ónotuð, í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi.
Ef vara hefur verið notuð, skemmd eða umbúðir ekki í upprunalegu ástandi, getur endurgreiðsla verið lægri í samræmi við rýrnun á verðgildi vörunnar.
Endurgreiðsla fer fram innan 14 daga frá móttöku tilkynningar og vöru, á sama greiðslumáta og notaður var við kaupin. Kaupandi ber sjálfur kostnað af endursendingu nema annað hafi verið sérstaklega samið.
Ef vara er gölluð eða röng, endurgreiðum við eða sendum nýtt eintak eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur á info@mistra.is og við finnum lausn með þér.
