Lion First Light Næturljós

Verð 13.990 kr

Lion First Light næturljósið frá Mr Maria er mjúkt, öruggt og fullkomið í barnaherbergið. Úr sílikoni með LED ljósi sem hitnar ekki, þráðlaust og auðvelt í notkun. Skapar notalega stemningu og fylgir barninu frá háttatíma til fallegra drauma.

LION FIRST LIGHT NÆTURLJÓS

Mjúkt og öruggt ljós í háttatíma

Lion First Light frá Mr Maria fyllir barnaherbergið með hlýju og mjúku ljósi sem skapar notalega stemningu við háttatímann. Ljósid er úr mjúku sílikoni og er með LED ljósi sem hitnar ekki við snertingu, örugg lausn fyrir litlar hendur. Það er þráðlaust og fylgir barninu hvert sem er, hvort sem það er kvöldlestur, ferðalag eða róandi kvöldrútína. Með sínum vinalega svip og mjúka birtu færir Lion bæði öryggi og gleði inn í herbergið og fylgir barninu frá háttatíma til fallegra drauma.

Lítill vinur fyrir mikilvægar stundir

Af hverju virðast börn alltaf lifna við þegar háttatími nálgast? Oft dugir ekki ein saga til að róa þau til svefns. En hvað ef Ljónið fær að vera áfram? Börnin geta sagt honum sögu, ákveðið hvaða draumaferð þau vilja fara í, meðan hinn sólbjarti vinur hlustar hljóðlega. Smám saman breytast sögurnar í hvísl og augun lokast hægt til svefns.

Ljónið sefur í nótt

Jafnvel ljón þurfa að hvíla sig. Á daginn er hann litríkur og líflegur, en þegar kvöldið fellur breytist hann í hlýlegt ljós sem róar stemninguna. Á meðan litli vinurinn lokar augunum öruggur situr Ljónið þolinmóður og horfir út í stjörnubjartan næturhiminn, rólegur meðan skottið sveiflast til og frá.

Mr Maria

Mr Maria er hönnunarmerki frá Amsterdam sem hefur frá árinu 2004 skapað ljós sem sameina hlýju og ró. Vörurnar bera með sér gæði og tímalausa hönnun sem endist kynslóð eftir kynslóð. Með mjúkum ljósum sem veita öryggi og notalega stemningu í barnaherbergi hafa þau orðið traustur félagi í fjölskyldulífinu. Merkið vinnur með ástsælum persónum eins og Peppu og Snuffy og kveikir þannig á augnablikum sem eru bæði skemmtileg og hughreystandi.

Nánar um vöruna

Tæknilegar Upplýsingar
  • Stærð: 16 cm (d) × 25 cm (h)
  • 6 birtustillingar í boði
  • Rafhlaða endist 8–120 klst. eftir birtustigi
  • Hleðslusnúra fylgir (fyrsta fullhleðsla tekur að hámarki 6 klst.)
  • Nota aðeins vottaða USB hleðslutappa
  • Virkar ekki á meðan það er í hleðslu (aukið öryggisatriði)
Umhirða
  • Má setja sílikonskel í uppþvottavél (fjarlægðu LED ljósið áður) Einnig hægt að þrífa með röku klút.