Bari Blómavasi
Ekki tókst að sækja upplýsingar um afhendingu
BARI BLÓMAVASI
Handgerður vasi með náttúrulegri áferð
Bari blómavasinn frá Lindform er handgerður úr keramik með mattri áferð að utan og gljáðu innra byrði. Hönnunin eftir Maritu Lindholm færir rýminu hlýjan og stílhreinan svip, hvort sem hann er notaður með blómum, greinum eða sem fallegur punktur einn og sér á borði eða gluggakistu.
Lindform er fjölskyldufyrirtæki frá Svíþjóð sem sækir innblástur í náttúruna. Jarðtónar, einföld form og mjúkar áferðir einkenna keramikvasana þeirra sem sameina skandinavíska ró og einstakt handverk. Hver vasi er einstakur þar sem litbrigði og mynstur geta verið mismunandi, sem bætir aðeins við sjarma þeirra. Vasar frá Lindform eru unnir úr blýlausum keramik.
Þar sem jarðtónar og ró mætast






