Kyto Blómavasi

Verð 7.990 kr

Kyoto blómavasinn frá Lindform er handgerður úr keramiki með mattri áferð og gljáðu innra byrði. Hann er hannaður af Maritu Lindholm og sameinar einfaldleika og fágun sem gerir hann jafn fallegan einn og með blómum.

Litur: Skógargrænn
Stærð

KYOTO BLÓMAVASI

Elegant handgerð hönnun úr keramiki

Kyoto blómavasinn frá Lindform er handgerður úr hágæða keramiki með mattri áferð að utan og gljáðu innra byrði. Vasi sem er hannaður af Maritu Lindholm og færir heimilinu fágað og stílhreint yfirbragð. Hvert eintak er einstakt og ber með sér hlýju og náttúrulega fegurð sem einkennir hönnun Lindform. Með einföldu og fallegu útliti fellur Kyoto jafnt inn í nútímalegt sem klassískt heimili.

Lindform er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem sækir innblástur í náttúruna. Jarðtónar, einfaldar línur og mjúkar yfirborðsáferðir gera vasa Lindform að róandi en áberandi hönnunarhlutum sem falla jafnt að nútímalegu heimili sem klassísku umhverfi. Með Kyoto blandast skandinavísk hönnun og handverk sem gerir hann að tímalausum fylgifiska í hvaða rými sem er.

Kyoto færir kyrrð og jafnvægi

Kyoto blómavasinn frá Lindform er hugsaður til að skapa rólegt og stílhreint andrúmsloft. Með mattri áferð og gljáðu innra byrði sameinar hann keramik og vandaða hönnun. Hvort sem hann stendur einn eða er fylltur blómum færir hann heimilinu hlýja og skandinavíska ró.

„Einhvers staðar á miðri lífsleiðinni ákvað ég að gefa áhuga mínum á litum og hönnun tækifæri. Hugmyndin að Lindform kviknaði þegar ég var að tína steina á fallegri strönd ásamt fjölskyldunni minni. Alls staðar sem maður horfði sá maður eitthvað sem maður vildi taka með sér heim í glerkrukkuna þar sem dýrmætir fundir söfnuðust saman.“

– Marita Lindholm, stofnandi

Lindform

Lindform er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2007 og er í dag þekkt fyrir gæði, handverk og sjálfbærni. Hönnunin sækir innblástur í skandinavíska náttúru með lífrænum tónum og einföldum formum sem skapa jafnvægi og ró í rými en verða jafnframt fallegir áherslupunktar. Í safninu má einnig finna áhrif frá japönskum mínímalískum stíl sem fellur vel að norrænum hönnunargildum. Vörur Lindform má nú finna í hönnunar- og lífsstílsverslunum, hótelum og veitingastöðum víða um Skandinavíu og Evrópu.

Nánar um vöruna

Stærðir & Uppplýsingar

Hönnun: Marita Lindholm
Efni: Keramik
Litbrigði og mynstur geta verið mismunandi þar sem hver vasi er handgerður

Lítill: 12 cm
Stór: 20 cm

Umhirða
  • Mælt er með handþvotti með mildu þvottaefni
  • Má ekki fara í uppþvottavél