Line Blómavasi

Verð 4.490 kr

Line blómavasinn frá Lindform er handgerður úr keramiki með náttúrulegum tónum og einfaldri hönnun. Vasi sem nýtur sín jafnt með blómum og einn og sér og bætir ró og fágun í hvaða rými sem er.

Litur: Grár
Stærð

LINE BLÓMAVASI

Handgerð skandinavísk hönnun í náttúrulegum tónum

Line blómavasinn frá Lindform er handgerður úr vönduðu keramiki og hannaður af Maritu Lindholm. Einfalt en áberandi útlit með náttúrulegum lit og mjúkri áferð gerir hann fullkominn til að draga fram fegurð blóma og plantna. Jarðbundnir tónar og látlaus form Lindform skapa rólegt andrúmsloft á heimilinu og blandast áreynslulaust inn í hvaða rými sem er.

Lindform er fjölskyldufyrirtæki frá Svíþjóð sem hefur vakið athygli fyrir handgert keramik þar sem innblástur er sóttur í norræna náttúru og japanska lágstemmdan stíl. Með áherslu á handverk, gæði og sjálfbærni hefur merkið orðið samheiti við tímalausa hönnun sem nýtur sín jafnt í heimahúsum, hótelum og veitingastöðum víða um Evrópu.

Einfaldleiki sem fangar augað

Flower Seed blómavasinn er hannaður af Maritu Lindholm og færir rýminu blæ náttúrunnar með mjúku og lífrænu yfirbragði. Handgerður úr keramiki og með matt yfirborð sem skapar rólegt andrúmsloft, hann er jafn áhrifaríkur einn og með blómum eða greinum. Vasi sem sameinar hágæða handverk og náttúrulega fegurð í einfaldri, norrænni hönnun.

„Einhvers staðar á miðri lífsleiðinni ákvað ég að gefa áhuga mínum á litum og hönnun tækifæri. Hugmyndin að Lindform kviknaði þegar ég var að tína steina á fallegri strönd ásamt fjölskyldunni minni. Alls staðar sem maður horfði sá maður eitthvað sem maður vildi taka með sér heim í glerkrukkuna þar sem dýrmætir fundir söfnuðust saman.“

– Marita Lindholm, stofnandi

Lindform

Lindform er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2007 og er í dag þekkt fyrir gæði, handverk og sjálfbærni. Hönnunin sækir innblástur í skandinavíska náttúru með lífrænum tónum og einföldum formum sem skapa jafnvægi og ró í rými en verða jafnframt fallegir áherslupunktar. Í safninu má einnig finna áhrif frá japönskum mínímalískum stíl sem fellur vel að norrænum hönnunargildum. Vörur Lindform má nú finna í hönnunar- og lífsstílsverslunum, hótelum og veitingastöðum víða um Skandinavíu og Evrópu.

Nánar um vöruna

Stærðir & Uppplýsingar

Hönnun: Marita Lindholm
Efni: Keramik
Pökkun: Koma í gjafaöskju
Litbrigði og mynstur geta verið mismunandi þar sem hver vasi er handgerður

Stærðir
Lítill: hæð 5,6 cm
Miðstærð: hæð 7 cm


Umhirða
  • Mælt er með handþvotti með mildu þvottaefni
  • Má ekki fara í uppþvottavél