Ghemme Upptakari

Verð 10.990 kr

Ghemme upptakarinn frá Legnoart sameinar fágun og nákvæmni í hönnun sem höfðar bæði til fagfólks og vínunnenda. Ramminn er úr burstuðu ryðfríu stáli og handfangið úr beykivið með wengé áferð sem gefur hlýjan og náttúrulegan blæ.

GHEMME UPPTAKARI

Glæsileiki og styrkur í einu verkfæri

Ghemme upptakarinn frá Legnoart sameinar fágun og nákvæmni í hönnun sem höfðar bæði til fagfólks og vínunnenda. Ramminn er úr burstuðu ryðfríu stáli og handfangið úr beykivið með wengé áferð sem gefur hlýjan og náttúrulegan blæ. Tvöfaldur vogarás tryggir mjúka og örugga opnun, jafnvel á lengri tappum, og fín útskurðar smáatriði undirstrika ítalskan smekk og handverk.

Hönnun sem talar sínu máli

Ghemme er hannaður í samstarfi við ítalska sommeliera og byggir á 190 handverksþrepum. Hver smáatriði, frá innfelldum stálhlutum að útskornum bakhluta, endurspeglar ástríðu fyrir efni, jafnvægi og fagurfræði.

Legnoart

Legnoart sameinar ítalska hönnun, hefð og ástríðu fyrir handverki. Frá árinu 1946 hefur fyrirtækið skapað nytjahluti úr viði sem bera með sér virðingu fyrir náttúrunni og rætur ítalskrar matarmenningar. Hver vara er hönnuð af listamönnum og smiðum við strendur Orta-vatns, þar sem gæði, fagurfræði og notagildi mætast í fullkomnu jafnvægi.

Nánar um vöruna

Efni & Umhirða

Ryðfrítt stál með silkimöttu yfirborði og handfang úr beykiviði með wengé áferð. Þurrkið með mjúkum klút eftir notkun og forðist uppþvottavél. Með réttri umhirðu heldur hann bæði gljáa og áferð um ókomin ár.