Moon 45 Eldstæði
Ekki tókst að sækja upplýsingar um afhendingu
MOON 45 ELDSTÆÐI
Reyklaus eldur og fáguð hönnun
Glæsilegt eldstæði sem sameinar hönnun og verkfræði á einstakan hátt. Sérstakt brennslukerfi tryggir kraftmikinn loga sem brennur nánast reyklaust í allt að tvo klukkutíma án þess að bæta þurfi á eldinn. Svört hálfkúlan virðist svífa létt á standinum og gefur rýminu stílhreina og fágaða ásýnd.
Með tvílaga byggingu og loftrás sem leiðir inn ferskt loft að ofan og neðan verður bruni skilvirkari, hitinn meiri og reykurinn minni. Þannig verður Moon bæði öflugt og umhverfisvænt eldstæði sem skapar notalega stemningu, hvort sem er í garðinum, á veröndinni eða í borgarumhverfi.
Kraftur og fegurð eldsins

Reyklaus eldur

Tveir standar

Viður eða spænir?
Hvernig virkar tvöfalda brennslutæknin?









