Magnetic Sponge Holder Stál

Verð 9.990 kr

Segulhaldari úr ryðfríu stáli sem heldur svampinum eða uppþvottaburstanum snyrtilega á sínum stað í vaskinum. Þornar hratt, minnkar bakteríumyndun og er auðvelt að setja upp án verkfæra.

MAGNETIC SPONGE HOLDER STÁL

Snyrtileg og hrein lausn fyrir svampinn

Segulhaldari frá HAPPY SiNKS heldur uppþvottasvampinum á sínum stað, innan í vaskinum, þar sem hann er bæði aðgengilegur og falinn. Með því að geyma svampinn rétt þornar hann hraðar og minnkar hættan á bakteríum. Haldarinn passar einnig vel fyrir uppþvottabursta.

Uppsetningin tekur örfáar sekúndur með snjöllu segulkerfi án þess að þurfa verkfæri. Framleiddur úr endingargóðu ryðfríu stáli með sterkum seglum sem tryggja traustan festinguna.

Alltaf á sínum stað

Svampurinn á að vera þar sem hann nýtist best, ekki liggjandi á bekknum eða í botni vaskins. Með segulhaldarann frá HAPPY SiNKS fær hann sitt fasta pláss, þornar hraðar og eldhúsið verður bæði snyrtilegra og hreinlegra.

Happy Sinks

Happy Sinks var stofnað í Finnlandi árið 2020 með það markmið að gera eldhúsið notalegra og þægilegra. Fyrsta varan var einfaldur tuskuhaldi en í dag býður merkið upp á fjölbreytt úrval snjallra lausna sem létta tilveruna í eldhúsinu. Vörurnar eru unnar úr endingargóðum og umhverfisvænum efnum, hannaðar af natni til að sameina fallegt útlit og notagildi. Með Happy Sinks breytist eldhúsið í skemmtilegri og skilvirkari stað.

Nánar um vöruna

Nánar um vöruna

Efni: Ryðfrítt stál, seglar
Stærð: L 7,0 cm, B 5,0 cm, H 7,5 cm, 0,19 kg
Hentar fyrir stáls- og málmvaska og samsetta vaska með 3 mm eða minna í veggþykkt. Ekki hentugt fyrir keramik- eða steinvaska.

Umhirða

Þurrkið með rökum klút og látið þorna vel. Ekki leggja í bleyti.