Tube Vekjaraklukka

Verð 10.990 kr

Nútímaleg vekjaraklukka með LED stöfum sem kveikna við snertingu eða hljóð. Einföld, hagnýt og stílhrein lausn á náttborðið.

Color: Brúnn

KARLSSON TUBE VEKJARAKLUKKA

Nútímaleg og stílhrein vekjaraklukka 

Tube vekjaraklukkan frá Karlsson sameinar nútímalegt útlit og einfaldleika. Klukkan sýnir tímann með björtum LED stöfum. Hægt er að stilla hana þannig að tölurnar birtist aðeins við snertingu eða hljóð, sem gerir hana fullkomna í svefnherbergi þar sem óskað er eftir rólegu og dimmu umhverfi. Hún er knúin með USB snúru sem fylgir með, en einnig er hægt að nota AAA rafhlöður.

Einfaldleiki sem talar sínu máli

Tube vekjaraklukkan er látlaus en samt áhrifamikil viðbót á náttborð eða skrifborð. LED stafir tryggja skýra sýn á klukkuna og yfirbragðið fellur auðveldlega inn í nútímalegt heimili.

Karlsson

Karlsson er eitt þekktasta klukkumerki heims og stendur fyrir nútímalega hönnun, gæði og áreiðanleika. Hollenska merkið sameinar straumlínulagaðar og fagurfræðilegar útlínur með tískulegum litum og grafískum smáatriðum. Í yfir 15 ár hefur Karlsson unnið með bæði innanhúss og alþjóðlegum hönnuðum og skapað einstakar klukkur sem bera skýran svip og persónuleika. Þrátt fyrir sérstöðu sína eru klukkur Karlsson aðgengilegar fyrir alla og henta í hvaða rými sem er, allt frá klassískum heimilum til nútímalegra vinnusvæða.

Nánar um vöruna

Stærð & efni

Breidd: 21 cm
Hæð: 9 cm
Dýpt: 4,5 cm
Efni: Viður

Tæknilegar upplýsingar

Sýnir tímann með LED stöfum
Skjár kveikir við snertingu eða hljóð
Virkar með USB snúru (fylgir með)
3x AAA rafhlöður sem varaafl (fylgja ekki með)