Explorer Set

By Modu
Verð 31.990 kr

Explorer Set er fullkomin byrjun fyrir litla hönnuði og ævintýramenn. Settið býður upp á meira en 15 mögulegar samsetningar og endalausa möguleika til sköpunar og leiks. Börn byggja reiðhjól, rugguhesta, jafnvægisleiki og ímyndaðar verur sem efla hreyfifærni, sköpun og sjálfstraust. MODU örvar opinn leik þar sem barnið leiðir sjálft ævintýrið og foreldrarnir mega alveg taka þátt líka.

Litur: Blár

EXPLORER SET

Leikur sem þroskar og gleður

Explorer Set er fullkomin byrjun fyrir litla hönnuði og ævintýramenn. Settið býður upp á meira en 15 mögulegar samsetningar og endalausa möguleika til sköpunar og leiks. Börn byggja reiðhjól, rugguhesta, jafnvægisleiki og ímyndaðar verur sem efla hreyfifærni, sköpun og sjálfstraust. MODU örvar opinn leik þar sem barnið leiðir sjálft ævintýrið og foreldrarnir mega alveg taka þátt líka.

Þetta er fjölnota leikfang sem hentar jafn vel í litlu stofunni og í leikherbergi og vex með barninu eftir því sem það verður stærra og ævintýragjarnara. Þegar árin líða má auðveldlega bæta við fleiri einingum og halda leiknum lifandi, það er einmitt það sem gerir MODU svo einstakt.

Endalaus sköpun í einu setti

Hjálpar börnum að æfa jafnvægi, hreyfingu og sköpun í daglegum leik.

Sköpun, hreyfing og leikur í einu setti

Leikur sem fylgir barninu frá fyrstu skrefum til fyrstu hugmynda. MODU Explorer Set hvetur til hreyfingar, sköpunar og sjálfstæðis í leik. Með kubbum, hjólum og pinnum sem hægt er að tengja á óteljandi vegu lærir barnið í gegnum leik og hreyfingu. Létt efni, mjúk áferð og örugg hönnun gera þetta að setti sem hentar jafnt heima, í leikskólanum eða á ferðinni.

Byggðu meira en 15 leikföng

Úr Curiosity Set er hægt að byggja meira en 15 ólík leikföng. Möguleikarnir eru ótrúlega margir og kveikja nýjar hugmyndir á hverjum degi.

Skoða hugmyndir

Snjöll hönnun

MODU leikföng eru hönnuð til að fylgja barninu í gegnum fyrstu árin. Þegar eitt leikfang er orðið of einfalt tekur annað við, sama settið heldur áfram að gleðja og styðja hreyfiþroska frá ungbarnastigi og upp í 6 ára aldur.

Einföld umhirða

Það er auðvelt að halda MODU-kubbunum hreinum. Fyrir dagleg þrif duga volgt vatn og mjúkur klútur eða bursti. Þegar þarf dýpri hreinsun má setja kubbana í uppþvottavél á stuttu, orkusparandi prógrami. Kubbarnir mega líka fara með í bað eða sturtu, þeir fljóta og eru frábærir í vatnsleik.

Efni sem standast kröfur

MODU velur markvisst efni sem eru bæði umhverfisvæn og barnvæn. Allt efni er 100% endurvinnanlegt, án skaðlegra efna, og vörur MODU eru prófaðar og samþykktar samkvæmt evrópska leikfangastaðlinum EN71. Kjarninn í MODU er EPP froða sem er létt, sérlega endingargóð og með lágt umhverfisálag. Hún tekur lítið af auðlindum í framleiðslu og vinnslu, er auðveld í endurvinnslu og hefur hlotið lífsferilsmat samkvæmt ISO 14040. Ocean Mint litalínan nýtir 15% efni úr sjávariðnaði eins og netum og reipum til að draga úr álagi á hafið. Tengipinnarnir eru úr 100% endurvinnanlegu, matvælaflokkuðu ABS plasti sem er mjög höggþolið og þekkt úr gæða leikföngum.

Hönnunin er mótuð fyrir langan líftíma. MODU notar eintegundarefni til að auðvelda endurvinnslu og notar hvorki lím né skrúfur. Snap fit festingar milli pinna og kubba gera það auðvelt að setja saman, taka í sundur og skipta út íhlutum þegar þörf er á, þannig heldur varan áfram að gleðja lengur með minni sóun.

Evrópsk framleiðsla

MODU er framleitt í Evrópu hjá völdum framleiðendum í Lyon í Frakklandi og Odense í Danmörku. Allt ferlið er innan Evrópu og hráefni eru sótt nærri til að draga úr flutningum, mengun og óþarfa sóun.
Samstarfsaðilar deila gildum MODU um sjálfbærni og uppfylla dönsk viðmið um mannréttindi, vinnulöggjöf, aðgerðir gegn spillingu og umhverfisvernd, í samræmi við siðareglur MODU. Verksmiðjur eru heimsóttar reglulega og viðvarandi samskipti við trausta tengiliði tryggja stöðug og áreiðanleg gæði.

Umbúðir MODU styðja sömu nálgun, þær eru úr FSC vottuðum pappa og pappír, án einnota plasts, og efnismagni er haldið í lágmarki til að minnka sóun. Vörurnar eru sendar í upprunalegum umbúðum sem nýtast vel til geymslu og flutnings með þéttri, hagkvæmri pökkun.

Modu

MODU er danskt vörumerki sem sameinar skandinavíska hönnun, gæði og sjálfbærni í fjölnota leikföngum sem styðja þroska barna frá fyrstu mánuðum. Kerfið byggir á stórum einingum sem hægt er að raða saman á ótal vegu til að skapa leiktæki sem hvetja til hreyfingar, jafnvægis og sköpunar. Leikföngin eru framleidd úr endurvinnanlegum og barnvænum efnum í Evrópu og eru hönnuð til að endast lengi, aðlagast þörfum barnsins og falla vel inn á hvert heimili.

Nánar um vöruna

Hvað er í kassanum?
  • 5 EPP kubbar
  • 10 tengipinnar úr ABS plasti
  • 4 hjól með TPE slitlagi
  • Innblástursbækling / leiðbeiningar

Skoða hugmyndir

Þrif & Umhirða

Hreinsaðu kubbana á einfaldan hátt!
Heitt vatn og mjúkur klútur eða bursti duga. Fyrir enn einfaldari lausn seturðu þá í uppþvottavél á stuttu, orkusparandi prógrami. Þú getur líka tekið kubbana með í sturtu fyrir fjör í baðtímanum, þeir fljóta!