EXPLORER SET
Leikur sem þroskar og gleður
Explorer Set er fullkomin byrjun fyrir litla hönnuði og ævintýramenn. Settið býður upp á meira en 15 mögulegar samsetningar og endalausa möguleika til sköpunar og leiks. Börn byggja reiðhjól, rugguhesta, jafnvægisleiki og ímyndaðar verur sem efla hreyfifærni, sköpun og sjálfstraust. MODU örvar opinn leik þar sem barnið leiðir sjálft ævintýrið og foreldrarnir mega alveg taka þátt líka.
Þetta er fjölnota leikfang sem hentar jafn vel í litlu stofunni og í leikherbergi og vex með barninu eftir því sem það verður stærra og ævintýragjarnara. Þegar árin líða má auðveldlega bæta við fleiri einingum og halda leiknum lifandi, það er einmitt það sem gerir MODU svo einstakt.
Sköpun, hreyfing og leikur í einu setti

Byggðu meira en 15 leikföng

Snjöll hönnun

Einföld umhirða
Efni sem standast kröfur
Evrópsk framleiðsla





