Dagsmejan Stay Warm long sleeve - Dömur

Verð 19.990 kr

Hlý og mjúk náttföt úr merínóull og trefjum úr eucalyptus trjám sem halda þér við kjörhitastig alla nóttina. Efnið andar fjórum sinnum betur en bómull, er létt og dregur náttúrulega í sig raka án þess að halda honum. Þessi náttbolur er einstaklega mjúkur, heldur sér ferskum lengur og veitir þér hlýju án þess að verða of heitt. Fullkominn fyrir kaldar nætur eða þá sem kjósa mildan hita og náttúrulegt jafnvægi.

Litur: Blágrár
Stærð

DAGSMEJAN STAY WARM LONG SLEEVE

Mjúk merínóull sem andar með þér

Hlý og mjúk náttföt úr merínóull og trefjum úr eucalyptus trjám sem halda þér við kjörhitastig alla nóttina. Efnið andar fjórum sinnum betur en bómull, er létt og dregur náttúrulega í sig raka án þess að halda honum. Þessi náttbolur er einstaklega mjúkur, heldur sér ferskum lengur og veitir þér hlýju án þess að verða of heitt. Fullkominn fyrir kaldar nætur eða þá sem kjósa mildan hita og náttúrulegt jafnvægi.

Þar sem hlýja mætir ró

Stay Warm línan frá Dagsmejan sameinar merínóull og náttúrulegar trefjar fyrir létta hlýju, mjúka áferð og fullkomið jafnvægi í svefni.

Fyrir nætur sem næra

Uppgötvaðu hversu þægileg merínóull getur verið. Efnið veitir hlýju án þess að hitna of mikið, er 50% léttara en hefðbundinn hlýfðarfatnaður, andar fjórum sinnum betur en bómull og er tvöfalt mýkra. Útkoman er náttúruleg hlýja sem andar, aðlagar sig hreyfingum líkamans og tryggir einstök þægindi allan daginn og nóttina.

NATTWARM™ Tækni

NATTWARM™ efnið býður upp á einstaka hlýju án þyngdar og heldur betur hita en efni sem eru allt að 50% þyngri. Létt og andar vel, fullkomið efni í náttfatnað sem heldur líkamanum hlýjum án þess að ofhitna.

Stay Warm Línan

Efnið stillir sig sjálfkrafa að líkamanum og veitir hlýju þegar kalt er en kemur í veg fyrir ofhitnun þegar hitnar. Þannig helst hitastigið jafnt alla nóttina, svo þú vaknar úthvíld og fersk. Þessi náttúrulega hitastjórnun gerir flíkina fullkomna fyrir breytilegt loftslag og svefn í öllum árstíðum.

Náttúrulegt & sjálfbært

NATTWARM™ efnið sameinar mjúka merínóull og öndunarhæfar eucalyptus trefjar fyrir einstaka mýkt, hlýju og náttúrulegt loftflæði. Allar trefjar eru NATIVA™ vottaðar, 100% rekjanlegar og án mulesing-aðferðar.

Dagsmejan

Dagsmejan var stofnað út frá einfaldri hugmynd um að betri svefn skapi betra líf. Merkið sameinar vísindi og náttúru til að hjálpa okkur að sofa dýpra, lengur og við rétt hitastig. Með því að viðhalda kjörhitastigi líkamans stuðlar næturfatnaðurinn að endurnærandi svefni sem bætir heilsu, skap og lífsgæði. Allar vörur Dagsmejan byggja á rannsóknum og vísindalegri nálgun. Þróun, hönnun og prófanir eru gerðar með það að markmiði að mæta raunverulegum lífeðlisfræðilegum þörfum okkar í svefni og allar niðurstöður eru staðfestar af óháðum rannsóknarstofum. Náttúran sjálf er í forgrunni. Vörurnar eru unnar úr hágæða náttúrulegum efnum sem hafa verið þróuð með nýjustu tækni til að ná fram einstökum eiginleikum. Allt framleiðsluferlið fer fram í Evrópu þar sem sjálfbærni, gæði og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi.

Nánar um vöruna

Þvottaleiðbeiningar

Má þvo á allt að 40°C. Ekki setja í þurrkara. Ekki nota klór eða bleikiefni. Ekki þurrhreinsa.

Umhirðuleiðbeiningar eru einnig prentaðar að innanverðu á flíkinni.

Snið og stærðir

Snið: Afslappað snið (loose-fitted)
Brjóstvídd (S):
130 cm ± 6 cm á stærð
Líkamslengd (S): 67 cm ± 1 cm á stærð