Hör Rúmföt í setti

Verð 37.990 kr

Hör rúmföt frá MagicLinen sameina mjúka áferð og náttúrulega fegurð. Settið inniheldur sængurver og tvö koddaver úr 100% hör sem mýkist með hverjum þvotti og gefur svefnherberginu hlýjan og stílhreinan svip.

Litur: Blágrár

HÖR RÚMFÖT Í SETTI

Mjúk og endingargóð rúmföt úr hágæða hör

Gefðu svefnherberginu þínu ferskan svip með hör rúmfötum frá MagicLinen. Settið inniheldur sængurver og tvö koddaver sem sameina þægindi, einfaldleika og tímalausa fegurð. Hör er þekktur fyrir mýkt sína og endingargæði og færir rúminu náttúrulega og hlýlega áferð sem verður mýkri með hverjum þvotti.

Rúmfötin eru handgerð úr 100% evrópskum hör og vottað samkvæmt OEKO-TEX® staðlinum, sem tryggir að þau séu laus við skaðleg efni. Með náttúrulega steinþveginni áferð njóta þau bæði mýktar og styrks og skapa fullkomið jafnvægi milli lúxus og daglegrar notkunar. Henta jafnt til reglulegrar notkunar sem og til að gera svefnherbergið að fallegu og notalegu rými.

Handgert af ástríðu og kunnáttu

Rúmfötin frá MagicLinen eru gerð úr 100% hágæða hör sem er OEKO-TEX® vottað og þar með laust við öll skaðleg efni. Með sérstakri steinþvottameðferð fær hörinn einstaka mýkt og verður notalegri með hverjum þvotti án þess að missa styrk eða endingu. Allar vörur MagicLinen eru handgerðar með natni í Evrópu, þar sem lögð er áhersla á ábyrga framleiðslu, fagurfræði og þægindi í senn. Útkoman eru rúmföt sem gefa svefnherberginu jafnt náttúrulega fegurð sem hlýlega nærveru.

Hreinn hör í hverjum þræði

MagicLinen vinnur eingöngu með hágæða hör. Með því að einbeita sér að einu efni tryggja þau bestu mögulegu gæði, náttúrulega áferð og einstaka endingu sem fylgir þér í mörg ár.

Ástríða í hverju smáatriði

Allar vörur MagicLinen eru handgerðar frá upphafi til enda í eigin saumastofu. Þessi nálgun tryggir einstaklega vönduð rúmföt sem bera með sér bæði ástríðu og faglega kunnáttu.

Án skaðlegra efna

MagicLinen er OEKO-TEX® vottað, sem tryggir að öll rúmföt eru laus við skaðleg efni. Þannig getur þú sofið rótt með vissu um að efnið sé bæði öruggt og umhverfisvænt.

MagicLinen

MagicLinen er fjölskyldurekið merki frá Vilníus í Litháen sem leggur áherslu á hör sem eina hráefnið sitt. Það sem byrjaði við eldhúsborðið með nokkur rúmföt fyrir vini og fjölskyldu hefur vaxið í alhliða vörulínu fyrir svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og fatnað. Allar vörur eru handgerðar af sérfræðingum sem leggja hjarta og ástríðu í hvert smáatriði. Með OEKO-TEX® vottun og sjálfbærum umbúðum tryggir MagicLinen að hver vara sé laus við skaðleg efni og vinni að betri jörð. Markmiðið er að skapa tímalausar, náttúrulegar vörur sem gera þér kleift að njóta fegurðarog gera heimilið að hlýlegu og persónulegu rými.

Nánar um vöruna

Tæknilegar upplýsingar
  • Settið inniheldur eitt sængurver og tvö koddaver
  • Lokun með hnöppum og innri böndum
  • Unnið úr 100% evrópskum hör
  • Þyngd efnis: miðlungs (ca. 190 g/m²)
  • Steinþvegið fyrir mýkt og notalega áfer
  • Vottað samkvæmt OEKO-TEX®

Umhirða

Best er að þvo hör rúmföt við 40°C eða í köldu vatni á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Notaðu milt þvottaefni án klórs og forðastu ofhleðslu í vélinni svo efnið fái að hreinsast vel. Rúmfötin má setja í þurrkara á lágum hita, en betra er að taka þau út örlítið rök og hengja upp eða leggja flöt til að ljúka þurrkun.