Name, Place, Animal, Thing

Verð 3.990 kr

I’m Not Saying You’re Stupid… frá Hygge Games er spurningaspil með yfir 400 fyndnum spurningum þar sem svörin eru alltaf tölur. Óvæntar ágiskanir, hlátur og keppni gera leikinn að skemmtilegu partýspili fyrir vini og fjölskyldu.

NAME, PLACE, ANIMAL, THING

Orðaspil sem kveikir hraða hugsun og hlátur

Geturðu nefnt borg sem byrjar á R? Hvað með pitsuálegg sem byrjar á P? Og hversu hratt geturðu nefnt kvikmynd sem byrjar á T? Þetta eru dæmi um áskoranir í Name, Place, Animal, Thing frá Hygge Games.

Leikurinn er hraðskreiður, auðveldur að læra og ótrúlega skemmtilegur. Þú dregur flokk, snýrð við stafaspili og allir reyna að vera fyrstir til að hrópa orð sem byrja á þeim staf. Útkoman er óvænt, fyndin og stundum alveg fáránleg svör sem gera kvöldið eftirminnilegt. Fullkominn leikur fyrir partý, spilakvöld eða fjölskyldustund. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 14 ára og eldri, spilunartími 15–45 mínútur.

Hver er fljótastur að hugsa?

Name, Place, Animal, Thing frá Hygge Games fær alla til að hugsa hratt og bregðast við. Þegar flokkaspilið og stafaspilið mætast hefst kapphlaup um að vera fyrstur með svarið – og niðurstöðurnar verða bæði fyndnar og óvæntar. Leikurinn er einfaldur í framkvæmd en skapar endalaust spjall, hlátur og stemningu hvort sem það er á spilakvöldi, í partýi eða í rólegri fjölskyldustund.

Hygge Games

Hygge Games skapa spil sem snúast um að hafa gaman saman og njóta augnabliksins. Reglurnar eru einfaldar og það tekur enga stund að byrja, sem gerir spilin aðgengileg fyrir alla. Hvort sem þú ert í keppnisskapi eða vilt bara hlæja og eiga notalega stund með vinum og fjölskyldu, þá ná spilin að sameina bæði. Þeir eru hannaðir í Svíþjóð og framleiddir með umhverfisábyrgð og gæðum í fyrirrúmi. Í dag eru spilin orðin vinsæl víða um heim þar sem þau breyta kvöldstundum í skemmtilegar og eftirminnilegar upplifanir.

Nánar um vöruna

Um leikinn

Aldur: 14+
Fjöldi leikmanna: 2 eða fleiri
Spilunartími: 15–45 mínútur