GREAT ANSWER!
Spurningaspil þar sem sá sem kemst næst vinnur
Hversu mörg orð getur meðalhundur lært? Hversu mörg herbergi eru í Hvíta húsinu? Og hversu marga odda hefur kóróna Frelsisstyttunnar? Þetta eru dæmi um spurningar í Great Answer! frá Hygge Games.
Leikurinn inniheldur yfir 400 spurningar þar sem öll svörin eru tölur. Þú þarft ekki að vita nákvæma niðurstöðu – það nægir að vera nær en hinir leikmennirnir. Ef þú hittir í mark færðu að heyra „Wow!... Great answer!“. Létt og bráðskemmtilegt spil sem hentar fullkomlega í matarboð, partý eða notalega kvöldstund með vinum og fjölskyldu. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 14 ára og eldri, spilunartími 15–45 mínútur.
Hversu nálægt ertu rétta svarinu?



