I SHOULD HAVE KNOWN THAT! – YES OR NO
Spurningaspil með einföldum svörum en óvæntum áskorunum
Flýtur appelsína í vatni? Er hægt að vera með ofnæmi fyrir hárlausum köttum? Er C á milli V og N á lyklaborði? Þetta eru dæmi um spurningarnar í þessari útgáfu af vinsæla leiknum I should have known that! frá Hygge Games.
Leikurinn inniheldur yfir 400 já eða nei spurningar sem virðast einfaldar en geta ruglað jafnvel bestu spilara. Hann er hraður, fyndinn og tryggir hlátur, óvænt svör og „ég hefði átt að vita þetta!“ augnablik. Fullkominn fyrir partý eða matarboð með vinum og fjölskyldu. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 14 ára og eldri, spilunartími 15–45 mínútur.
Þorir þú að treysta innsæinu?


