Who in the room

Verð 3.990 kr

Who in the Room? frá Hygge Games er partýspil með yfir 300 spurningum sem afhjúpa hvað vinirnir í raun hugsa hver um annan. Óvænt, fyndið og fullkomið til að kveikja hlátur og umræður.

WHO IN THE ROOM?

Partýspil sem afhjúpar hvað vinirnir í raun hugsa

Hver í hópnum myndi lifa skemmstan tíma á eyðieyju? Hver í hópnum pissar í sturtuna? Og hver í hópnum á í mestu erfiðleikum með að setja saman bókahillu úr IKEA? Þetta eru dæmi um spurningar í Who in the Room? frá Hygge Games.

Leikurinn inniheldur yfir 300 óvæntar og sprenghlægilegar spurningar sem allar hefjast á „Hver í hópnum...“. Þú dregur spil, lest upp spurninguna og allir benda á þann sem þeir telja passa best. Útkoman? Upphrópanir, hlátur og umræður sem enginn sá fyrir. Fullkomið partýspil sem gerir kvöldið eftirminnilegt.

Kvöld fullt af óvæntum svörum

Who in the Room? frá Hygge Games breytir venjulegu kvöldi í sprenghlægilega upplifun. Með einföldum reglum og yfir 300 spurningum sem allar hefjast á „Hver í hópnum…“ verða niðurstöðurnar alltaf óvæntar. Spilið tryggir hlátur, upphrópanir og sögur sem lifa áfram lengi eftir að leiknum lýkur.

Hygge Games

Hygge Games skapa spil sem snúast um að hafa gaman saman og njóta augnabliksins. Reglurnar eru einfaldar og það tekur enga stund að byrja, sem gerir spilin aðgengileg fyrir alla. Hvort sem þú ert í keppnisskapi eða vilt bara hlæja og eiga notalega stund með vinum og fjölskyldu, þá ná spilin að sameina bæði. Þeir eru hannaðir í Svíþjóð og framleiddir með umhverfisábyrgð og gæðum í fyrirrúmi. Í dag eru spilin orðin vinsæl víða um heim þar sem þau breyta kvöldstundum í skemmtilegar og eftirminnilegar upplifanir.

Nánar um vöruna

Um leikinn

Aldur: 17+
Fjöldi leikmanna: 4 eða fleiri
Spilunartími: 15–45 mínútur