Chevron Ullarteppi

By Klippan
Verð 14.990 kr

Stílhreint ullarteppi úr 100% lambaull sem veitir yl og hlýju á köldum kvöldum. Klassískt teppi sem setur tímalausan svip á heimilið, hvort sem það er á sófanum, í svefnherberginu eða við afslappaðar stundir heima.

Litur: Dökkrauður

KLIPPAN CHEVRON ULLARTEPPI

Tímalaus gæði úr 100% lambaull

Chevron er eitt af sígildum teppum frá Klippan. Það er ofið úr 100% lambaull og prýtt fallegu fiski­beinamynstri sem sameinar stílhreina hönnun, hlýju og þægindi. Teppið er OEKO-TEX® vottað og unnið úr ull frá Wool Integrity NZ™ ræktendum sem tryggja góða meðferð dýra og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Chevron teppið hentar jafnt á sófa, rúm eða sem notalegur félagi á köldum kvöldum, klassísk hönnun sem endist kynslóð eftir kynslóð.

Klassíkst ullarteppi með karakter

Chevron er klassískt ullarteppi með fiski­beinamynstri sem færir heimilinu einfaldleika og yl.

Arfleifð og áreiðanleiki

Síðan 1879 hefur Klippan Yllefabrik framleitt teppi úr náttúrulegum efnum með gæðum og hefð að leiðarljósi. Chevron er hluti af þessari arfleifð – teppi sem sameinar fagurfræði, hlýju og ábyrgð gagnvart dýrum og umhverfi.

Klippan

Klippan hefur ofið vönduð teppi úr náttúrulegum efnum síðan árið 1879. Fjölskyldufyrirtækið er í dag rekið af fjórðu og fimmtu kynslóð og hefur byggt upp sterka hefð fyrir hönnun sem sameinar skandinavíska einfaldleika, gæði og sjálfbærni. Allt ferlið frá vali á ull og spuna til litunar og vefnaðar er undir eigin stjórn, sem tryggir bæði áreiðanleika og rekjanleika hráefna. Ullarteppi Klippan eru framleidd í eigin verksmiðju í Lettlandi með áherslu á umhverfisvæn vinnubrögð og náttúruleg efni. Með yfir 140 ára reynslu er Klippan orðið eitt af þekktustu vefnaðarmerkjum Norðurlanda og vörur þeirra má finna í heimilum um allan heim. Teppin endurspegla hefðbundið handverk og gildi sem standast tímans tönn.

Nánar um vöruna

Umhirða & notkun

Má þvo á 30°C ullarprogrammi. Alltaf þvo aðskilið til að forðast að litir smitist. Ekki nota klór eða þurrkara. Strauið á meðalhita ef þörf er á. Til að fríska upp á teppið er gott að hengja það úti í raka svo loftið endurnýi trefjarnar.

Stærð & efni

Stærð: 130 × 200 cm
Efni: 100% lambaull frá Nýja-Sjálandi, Wool Integrity NZ™ vottað. Teppið er OEKO-TEX® Standard 100 vottað fyrir öryggi og gæði.