Sturtusápa Chamomile & Sea Buckthorn

Verð 4.290 kr

Sturtusápan frá Humdakin hreinsar húðina á blídan og nærandi hátt og skilur hana eftir hreina og mjúka. Hún inniheldur chamomile, sea buckthorn og makadamíuhnetuolíu sem róa og mýkja húðina á meðan hún hreinsar hana varlega. Hentar öllum húðgerðum og til daglegrar notkunar.

STURTUSÁPA CHAMOMILE & SEA BUCKTHORN

Mild hreinsun fyrir húðina

Sturtusápan frá Humdakin hreinsar húðina á blíðan og nærandi hátt og skilur hana eftir hreina og mjúka. Hún inniheldur chamomile, sea buckthorn og makadamíuhnetuolíu sem róa og mýkja húðina á meðan hún hreinsar hana varlega. Hentar öllum húðgerðum og til daglegrar notkunar.

Ferskleiki sem endurnærir

Sturtusápan Chamomile & Sea Buckthorn sameinar milda hreinsun og náttúrulega næringu fyrir húðina. Hún róar, mýkir og skilur eftir sig hreina og ferska tilfinningu sem vekur líkamann og skilningarvitin á morgnana. Fullkomin dagleg vellíðan sem tengir náttúrulegan hreinleika og ró í eina upplifun.

Uppruni og innblástur Humdakin

Camilla Schram er stofnandi Humdakin og hjartað á bak við vörumerkið. Innblásturinn kemur úr æsku hennar þar sem hreinleiki, ró og reglusemi mótuðu daglegt líf. Með áralangri reynslu úr þrifum og ástríðu fyrir góðum ilm og náttúrulegum innihaldsefnum skapaði hún vörur sem sameina fegurð, virkni og umhyggju fyrir umhverfinu. Fyrir Camillu snýst hreinsun ekki aðeins um verk heldur um vellíðan, jafnvægi og ró á heimilinu.

Humdakin

Hugmyndin að Humdakin kviknaði úr reynslu stofnandans Camillu Schram sem rak þrifafyrirtæki frá unga aldri. Hún sá að þrif gátu verið meira en nauðsyn, þau gátu orðið upplifun. Með smáatriðum eins og fallega brotinni klósettpappírsrúllu, ilmandi sápustykki og blómailm á gólfinu skapaði hún tilfinningu um ró og vellíðan í hversdagsleikanum. Þessi nálgun varð grunnurinn að Humdakin, vörumerki sem kennir fólki að halda hreinu fremur en að þrífa. Í dag sameinar Humdakin hreinleika, áhrifaríkar náttúrulegar formúlur og Skandinavíska hönnun sem gerir heimilið að stað þar sem friður og jafnvægi ríkir.

Nánar um vöruna

Tæknilegar Upplýsingar

Magn: 500 ml
pH gildi: 5,0–5,5

Innihald:

Aqua, Sodium Coco-Sulfate, Cocamidopropyl Betaine, Glycerin, Macadamia Seed Oil Glycereth-8 Esters, Coco-Glucoside, Parfum, Sodium Chloride, Sodium Benzoate, Panthenol, Polyquaternium-7, Hippophae Rhamnoides Fruit Extract, Chamomilla Recutita Flower Extract, Potassium Sorbate, Benzoic Acid, Lactic Acid, Citric Acid.