Valley Sápuskammtari
Ekki tókst að sækja upplýsingar um afhendingu
VALLEY SÁPUSKAMMTARI
Náttúrulegur karakter og einstök hönnun
Valley sápuskammtarinn frá Muubs er úr náttúrulegum steini frá Indónesíu og gefur rýminu hlýjan og fágaðan svip. Hver hlutur er einstakur og getur verið mismunandi í lögun, lit og áferð eftir eðli steinsins. Þetta gerir hvern sápuskammtara sérstakan og með eigin karakter.
Sápuskammtarinn hentar bæði á baðherbergi og í eldhúsi og sameinar fallega hönnun og notagildi á látlausan hátt. Við mælum með að skola dæluna með volgu vatni fyrir fyrstu notkun og hreinsa hana reglulega til að tryggja jafna og áreiðanlega virkni. Valley sápuskammtarinn er náttúrulegur og tímalaus fylgihlutur sem bætir heimilinu sál og hlýju.
Fegurð í einfaldleikanum
Hönnun eftir Birgitte Rømer




