Is that true?!

Verð 3.990 kr

Is That True?! frá Hygge Games er spurningaspil með yfir 400 furðulegum staðreyndum og bullandi fullyrðingum. Spil sem tryggir hlátur og spennu þar sem þú reynir að greina hvað er satt og hvað ekki.

IS THAT TRUE?!

Spurningaspil sem ruglar saman staðreyndum og bulli

Giftnir karlmenn gefa betra þjórfé en ógiftir. Hvíta húsið er án heimilisfangs. Þvag tígrisdýrs ilmar eins og smjörpopp. Það hlýtur að vera lygi – eða hvað?! Þetta eru dæmi um spurningar í Is That True?! frá Hygge Games.

Leikurinn inniheldur yfir 400 spurningar sem blanda saman ótrúlegum staðreyndum og alveg út í hött fullyrðingum. Markmiðið er að greina á milli og sjá hver lætur blekkjast. Reglurnar eru einfaldar, spurningarnar fyndnar og hláturinn tryggður. Fullkomið spil til að krydda partý, matarboð eða notalega kvöldstund með vinum og fjölskyldu. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 14 ára og eldri, spilunartími 15–45 mínútur.

Hvað er satt og hvað er bull?

Is That True?! frá Hygge Games fær alla til að efast, hlæja og rökræða. Með yfir 400 spurningar sem blanda saman sönnum staðreyndum og ótrúlegum uppspuna er alltaf áskorun að greina hvað er rétt og hvað ekki. Reglurnar eru einfaldar og leikurinn fullkominn til að hita upp partýið eða krydda kvöld með vinum og fjölskyldu.

Hygge Games

Hygge Games skapa spil sem snúast um að hafa gaman saman og njóta augnabliksins. Reglurnar eru einfaldar og það tekur enga stund að byrja, sem gerir spilin aðgengileg fyrir alla. Hvort sem þú ert í keppnisskapi eða vilt bara hlæja og eiga notalega stund með vinum og fjölskyldu, þá ná spilin að sameina bæði. Þeir eru hannaðir í Svíþjóð og framleiddir með umhverfisábyrgð og gæðum í fyrirrúmi. Í dag eru spilin orðin vinsæl víða um heim þar sem þau breyta kvöldstundum í skemmtilegar og eftirminnilegar upplifanir.

Nánar um vöruna

Um leikinn

Aldur: 14+
Fjöldi leikmanna: 2 eða fleiri
Spilunartími: 15–45 mínútur