Little Poppy Matarsett

Verð 7.990 kr

Mjúkt og fallegt matarsett sem sameinar hagnýta hönnun og náttúrulega fegurð. Settið inniheldur disk, skál, glas og skeið úr hágæða sílikoni í matvælaflokki sem festist með sogskálum og minnkar sull þegar barnið lærir að borða sjálft. Endingargott, þægilegt og hannað með umhyggju fyrir litlum höndum.

Litur: Ljósblár

LITTLE POPPY MATARSETT

Fallegt blómainnblásið matarsett fyrir börn

Little Poppy matarsettið frá Jack O June er hannað með innblæstri frá blómum og færir matarstundinni hlýju og ró. Settið inniheldur disk, skál, glas og skeið úr platinum sílikoni í matvælaflokki. Diskurinn og skálin eru með sogskálar sem festast við slétt yfirborð og hjálpa til við að draga úr sullinu þegar barnið lærir að borða sjálft. Efnið þolir háan hita og hentar bæði í örbylgjuofn og uppþvottavél, en oft nægir að skola það með heitu vatni til að halda því hreinu. Hentar börnum frá fjögurra mánaða aldri.

Falleg hönnun fyrir litlar hendur

Hannað með þægindi og fegurð í huga. Matarsettið sameinar mjúkar línur og náttúrulega tóna sem falla fallega að heimilinu. Hvert stykki er úr endingargóðu sílikoni sem festist örugglega við borðið og gerir fyrstu máltíðir barnsins bæði einfaldar og ánægjulegar.

Jack o June

Hugmyndin að Jack o Juno kviknaði þegar tvær sænskar vinkonur og mæður, Maral og Josefine, ákváðu að bregðast við skorti á hagnýtum, öruggum og umhverfisvænum barnavörum. Þær tóku sig saman og hönnuðu eigin línu af hágæða matarvörum úr sílikoni í matvælaflokki sem eru bæði endingargóðar og fallegar, án allra skaðlegra efna. Frá stofnun árið 2021 hefur vörumerkið vaxið hratt og nær nú til fjölskyldna um allan heim. Áherslan er áfram sú sama, að skapa vandaðar og tímalausar vörur sem gera daglegt líf foreldra einfaldara og öruggara fyrir litlu börnin.

Nánar um vöruna

Efni & Umhirða

Efni:

  • Hágæða sílikon í matvælaflokki (LFGB-vottað)
  • Án skaðlegra efna
  • Þolir uppþvottavél, örbylgjuofn og bakaraofn (hitaþol upp að +220°C)

Stærðir:

Diskur: 18 x 17 cm
Skál: 12 x 5 cm
Glas: 8 x 7 cm
Skeið: 14 x 3 cm

Athugið:

Ef mjög súr matvæli eru látin liggja lengi í efninu (t.d. yfir nótt) getur litabreyting átt sér stað í undantekningartilvikum. Til að koma í veg fyrir slíkt er mælt með að þvo vöruna strax eftir notkun.