MB Arctic Nestistaska

Verð 3.990 kr

MB Arctic er einangruð nestistaska sem heldur matnum þínum við stöðugt hitastig frá því þú leggur af stað þar til þú sest til borðs.

Litur: Rósableikur

MB ARCTIC NESTISTASKA

Hlýtt nesti á ferðinni

MB Arctic er einangruð nestistaska sem heldur matnum þínum við stöðugt hitastig frá því þú leggur af stað þar til þú sest til borðs. Hún opnast vítt með rennilás svo þú sérð innihaldið strax og rýmið nýtist vel fyrir nesti, flösku og smáhluti. Létt í burði og þægileg í daglegu amstri eða styttri ferðum.

Rúmgóð fyrir allt settið þitt

Innri renndur vasinn heldur hlutunum snyrtilegum og aðskildum. Þú getur sett þar íspoka, servíettu eða hnífapör og átt allt tiltækt þegar þú þarft á því að halda.

Auðvelt að taka með sér

Stillanleg og fjarlægjanleg ól gerir þér kleift að bera töskuna yfir öxl eða í hendinni, eftir því hvað hentar hverju sinni. Þú ferð auðveldlega milli staða án þess að hafa mikið fyrir því.

Monbento

Monbento er franskt merki sem leggur áherslu á fallega hönnun, notagildi og sjálfbærni. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar í Frakklandi úr vönduðum efnum sem endast og nýtast dag eftir dag.

Fyrirtækið á rætur í franskri verkmenningu og hefur í dag tengst Peugeot Frères Industrie, sem styður áframhaldandi þróun, gæði og alþjóðlega útbreiðslu.

Nánar um vöruna

Efni og umhirða

Taskan er með einangruðu innra byrði sem heldur matnum heitum eða köldum á ferðinni. Ytra efni er slitsterkt og auðvelt að þrífa með rökum klút. Ólina má fjarlægja og taskan er ætluð til handþvotts.

Stærð og innihald

Rúmmál: 5 L

Þyngd: 190 g

Styllanleg ól: 62–122 cm

Taskan hentar vel fyrir nestisbox, flösku og minni aukahluti.