Waffle Teppi

Verð 14.990 kr

Mjúkt og stílhreint waffle teppi úr hágæða hör og bómull. Fullkomið til að leggja yfir sófa, rúm eða stól og jafn notalegt til að vefja utan um sig á köldum kvöldum. Teppið er steinþvegið fyrir aukna mýkt og vottað samkvæmt OEKO-TEX® staðlinum.

Litur: Ljósbrúnn

WAFFLE TEPPI

Mjúkt og hlýtt teppi úr hágæða hör og bómull

Bættu bæði stíl og þægindum inn á heimilið með waffle teppinu frá MagicLinen. Teppið er úr blöndu af hágæða hör (53%) og bómull (47%) sem gefur því mjúka en jafnframt endingargóða áferð. Það er steinþvegið til að tryggja aukna mýkt og notalegan svip sem verður aðeins betri með hverjum þvotti.

Waffle teppið er fullkomið til að vefja utan um sig á köldum kvöldum eða til að leggja yfir sófa, rúm eða stól. Með einfaldri en tímalausri hönnun sameinar það þægindi og skandinavískt yfirbragð sem fellur vel að hverju heimili. Vottað samkvæmt OEKO-TEX® staðlinum og án skaðlegra efna.

Mjúkt teppi fyrir heimilið

Waffle teppið frá MagicLinen sameinar mjúkt hör- og bómullarefni í fallegu vöfflumynstri sem skapar bæði áferð og notalegt yfirbragð. Það passar jafnt á sófann, stólinn eða rúmið og er fullkomið þegar þú vilt bæta hlýju og stíl inn á heimilið. Teppið er OEKO-TEX® vottað og steinþvegið til að verða enn mýkra með tímanum – náttúrulegt gæðastykki sem heldur sér vel og gerir hvert rými kósý.

Hrein náttura í hverjum þræði

MagicLinen vinnur eingöngu með hágæða hör- og bómullarefni. Með þessari nálgun tryggja þau einstök gæði, náttúrulega áferð og mjúkt teppi sem verður aðeins betra með hverjum þvotti.

Handgert með ástríðu

Öll teppi frá MagicLinen eru handgerð í eigin saumastofu í Litháen. Þessi vandaða smíð tryggir gæðavöru sem sameinar faglega kunnáttu, ást á handverki og tímalausa hönnun.

Öruggt og vottað efni

MagicLinen teppi bera OEKO-TEX® vottun sem tryggir að þau séu laus við skaðleg efni. Þannig getur þú notið mjúks og kósý teppis með fullri vissu um að efnið sé bæði öruggt og umhverfisvænt.

MagicLinen

MagicLinen er fjölskyldurekið merki frá Vilníus í Litháen sem leggur áherslu á hör sem eina hráefnið sitt. Það sem byrjaði við eldhúsborðið með nokkur rúmföt fyrir vini og fjölskyldu hefur vaxið í alhliða vörulínu fyrir svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og fatnað. Allar vörur eru handgerðar af sérfræðingum sem leggja hjarta og ástríðu í hvert smáatriði. Með OEKO-TEX® vottun og sjálfbærum umbúðum tryggir MagicLinen að hver vara sé laus við skaðleg efni og vinni að betri jörð. Markmiðið er að skapa tímalausar, náttúrulegar vörur sem gera þér kleift að njóta fegurðarog gera heimilið að hlýlegu og persónulegu rými.

Nánar um vöruna

Tæknilegar upplýsingar
  • Gert úr hör (53%) og bómull (47%)
  • Meðalþykkt efni (ca. 190 gsm)
  • Steinþvegið til að hámarka mýkt
  • OEKO-TEX® vottað

Umhirða

Þvo við 40°C eða í köldu vatni á stillingu fyrir viðkvæman þvott. Notaðu milt þvottaefni án klórs eða litabætiefna og forðastu að ofhlaða vélina svo teppið fái að hreinsast vel. Það má setja í þurrkara á lágum hita, en betra er að taka það út örlítið rakt og hengja upp eða leggja flatt til að ljúka þurrkun.